Færsluflokkur: Bloggar
29.3.2007 | 10:27
Nýjar aðferðir í kosningabaráttunni?
Jón Bjarnason stelur atkvæðum.
bb.is | 29.03.07 VG stelur fylgi frá öllum flokkum
Ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka hafa beint atkvæðaveiðum flokkanna á nýjar brautir. Vinstri grænir hafa fundið mjög ódýra lausn til að bregðast við minnkandi fjármunum til kosningabaráttunnar. Nú er bara að sjá hvernig hinir flokkarnir sjá við þessu bragði þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 09:07
Íslandshreyfingin í banastuði
Grettukeppnin í hámarki.
Íslandshreyfingin sýndi sínar bestu hliðar í Stykkishólmi í gærkvöldi. Mun hún ætla að gera Ísland skemmtilegra og bauð upp á fjölmörg skemmtiatriði máli sínu til stuðnings. Fór Ómar með 13 frumsamdar ferskeytlur og hermdi eftir Steingrími Hermannsyni. Var mál manna að ef þetta er forsmekkurinn verði ekki vandamál að gera upp hug sinn fyrir næstu kosningar. Við látum eina ferskeytluna fylgja með:
Íslandshreyfing er í stuði
Erum ofsa skemmtileg
Ferðumst um með rosa gleði
Allt hér voða náttúruvænt
Allt hér voða náttúruvænt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2007 | 21:48
Vatsgufan úr reykháfi Funa loksins hrein.
Loksins hrein gufa.
Glöggir vegfarendur á Ísafirði ráku upp stór augu þegar litið var til Funa í dag. Hrein og tær vatnsgufa steig upp til himins og sameinaðist tæru loftinu með fögrum litbrigðum. Er mengun frá Funa úr sögunni að sögn bæjarstjóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2007 | 20:50
Vinstri grænir bæta við sig.
Stefnir í óefni. Steingrímur lengst til hægri hugar að stefnunni
Enn bæta Vinstri grænir við sig. Er nú svo komið að erfitt er orðið að koma þeim á milli staða. Gætu þeir jafnvel þurft að nota almenningssamgöngur í framtíðinni þar sem einkabíll dugar varla fyrir svo stóra og mikla menn. Hafa þeir í bígerð að skrifa undir samning við Framtíðarblandið um frekari útfærslu á dæminu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 10:03
Eldflaugagarður Ómars lofar góðu
Ansi hreint skemmtilegt
Eina kosningaloforð Íslandsflokksins um eldflaugagarð á Reykjanesi er svo gott sem efnt. Má búast við að erlendir ferðamenn streymi til landsins til að líta dýrðina augum þegar allt er klappað og klárt, þannig að ekki verði mikil þörf á annari atvinnustarfsemi í landinu eftir það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 14:58
Vonir um flutning dofna.
Skrifstofa Davíðs
Vonir manna um flutning Seðlabankans til Ísafjarðar hafa dofnað nokkuð þar sem Davíð er gjörsamlega innmúraður á skrifstofu sína í Seðlabankanum og ekki næst nokkurt samband við hann. Eru enn bundnar vonir við að hægt verði að handsama hann á næsta vaxtaákvörðunardegi og flytja vestur í heilu lagi, ef ekki vill betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 14:25
Seðlabankamenn óhressir
Allt vitlaust í miðbænum
Fregnin um flutning Seðlabankans vestur á firði hefur fallið í grýttan jarðveg hjá starfsfólki seðlabankans. Streymdu þeir út á götur í þúsundavís og mótmæltu harðlega. Má búast við umsátursástandi í miðbænum næstu vikur af þeim sökum. Ekki er talið að það trufli starfsemina svo neinu nemi þar sem fátt hefur hingað til verið vitað um hvað fram fer í bankanum, ef það er þá nokkuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 10:46
Seðlabanki Íslands til Ísafjarðar?
Passar vel.
Ekkert virðist vera því til fyrirstöðu að flytja Seðlabankann til Ísafjarðar, ef frá er talið tuð í sjoppukörlunum í Hamraborg á Ísafirði. Hefur þeim verið bent á að það vanti tilfinnanlega sjoppu í Holtahverfið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 13:24
FL grúpp í góðum málum
FL group tekur flugið
Jæja, við ætlum ekki bara að vera neikvæðir í dag. Þær fréttir voru að berast að Sigurður Helgason hefði komist í stjórn Finnair(sjá umfjöllun neðar á síðunni). Húrra fyrir Hannesi og félögum. Hvaða helvítis væl er þetta alltaf í okkur Vestfirðingum. Þegar svona fréttir berast fyllist maður krafti og bjartsýni á framtíð Vestfirskra byggða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 11:24
Brjóstumkennanlegir aumingjar
Inga Solla og Steingrímur "Tekin"
Þvílíkur aumingjaskapur að láta nappa sig svona. Boðuð af einhverjum þrýstihópi til að skrifa undir merkingarlausa yfirlýsingu um náttúruvernd. Skammist ukkar. Held að Gorgeir og Lýgteinstæn verði að fara að koma saman góðri yfirlýsingu fyrir ístöðulausa pólitíkusa til að skrifa undir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gorgeir og Lýgteinstæn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar