24.4.2007 | 09:59
Stór-iðjulausir Vestfirðingar
Stór-iðjulaus Vestfirðingur - sáttur við lífið og tilveruna.
Gorgeir og Lygteinstæn vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi stóriðjumál á Vestfjörðum.
1. Vestfirðingar þurfa ekki að kjósa um það hvort hér eigi að rísa stóriðja, því þeir hafa aldrei ákveðið það í kosningu að vera stóriðjulausir. Eða misminnir okkur illilega, eða öfugt?
2. Hafi slíkt verið ákveðið, hver veit þá hvort um var að ræða stóriðjuleysi eða stór-iðjuleysi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 12:55
Samfylking í sókn.
Hoppukastalinn vinsælastur
Vel heppnuðum landsfundi Samfylkingar er nú nýlokið og fóru menn ánægðir á braut. Var það mál manna að hoppukastalinn hefði verið lang skemmtilegasta atriðið á fundinum. Málefnastarfið var afgreitt með hraði þar sem biðraðir voru strax farnar að myndast við öll leiktæki. Þótti Össuri að vísu súrt hversu oft Ingibjörg Sólrún ruddist oft framfyrir í röðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 15:44
Nýjar höfuðstöðvar Glitnis
Nýjar höfuðstöðvar Glitnis. Skrifstofa Bjarna Ármanns lengst til hægri.
Eitthvað virðast nýjir aðaleigendur Glitnis banka hafa aðrar hugmyndir uppi um framtíðarhöfuðstöðvar bankans en Bjarni Ármannsson. Skömmu eftir glæsilega kynningu Bjarna á væntanlegri nýbyggingu höfuðstöðva boðaði Hannes Smára og Jón Ássgeir til blaðamannafundar og var hann öllu styttri og íburðarminni en sá hjá Bjarna. Á meðfylgjandi mynd má sjá höfuðstöðvarnar sem þeir hafa í huga, teik itt or lív itt voru skilaboðin til Bjarna frá þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 15:13
Örorkubætur hækkaðar
Nappaðir!
Hækkun örorkubóta sem af flestum var talin ómerkileg kosningabrella Ríkisstjórnarinnar reyndist þegar upp var staðið úthugsuð brella hjá Tryggingastofnun og Félagsmálaráðuneyti til að nappa örorkubótaþega sem höfðu svindlað sér inná kerfið. Eins og sjá má á mynd sem tekin var á falda myndavél Tryggingastofnunar voru þeir eftir allt saman ekki svo miklir öryrkjar þegar þeir reyndu að teygja sig í bætur eftir hækkun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 12:49
Gömlu brýnin höfðu engu gleymt.
Komu, sáu og sigruðu.
Það er óhætt að segja að gestir á Aldrei fór ég suður hafi rekið upp stór augu þegar Gorgeir og Lýgteinstæn mættu á svæðið í öllu sínu veldi. Var það mál manna að þeir hefðu engu gleymt og aldrei verið betri. Annað kom í ljós að tónleikunum loknum þegar Gorgeir hugðist aka í burtu. Hafði hann gleymt ljósunum á bílnum og allt rafmagn lekið út af geyminum. Er hann enn að væflast á mótssvæðinu engum til gagns, en áhugasömum bent á að taka með sér startkapla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 08:42
Skíðavikan vel heppnuð
Gamla skíðavikustemmningin í algleymi.
Nýlokin Skíðavika á Ísafirði heppnaðist mjög vel og var aðsókn að skíðasvæðum með eindæmum góð. Snjór var víða til fjalla, en hörfaði hann óðum þegar æstur skríllinn hugðist nýta sér hann til skíðaiðkunar. Fengu samt allir eitthvað við sitt hæfi með því að hlusta á mis lélegar hljómsveitir gera tilraunir á eyrum hlustenda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 08:29
Fylgi Samfylkingar fundið
Ánægðir með árangurinn.
Kapasent Gallup fann nú á fimmta tímanum í morgun fylgi Samfylkingarinnar. Hafði það rekið stjórnlaust norður til Jan Mayen fyrir nokkru síðan. Þurfti að grafa nokkuð djúpt í jarðlög til að komast að því. Starfsmenn Kapasent voru nokkuð þjakaðir að verki loknu, en samt ánægðir með árangurinn. Ekki er búist við því að það verði komið til Íslands fyrir kosningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 15:28
Of seint í rassinn gripið
Ekki fannst mynd af Trausta Bjarnasyni. Smelltum bara huggulegri mynd af Jóni Bjarnasyni í staðin, allt í boði Vinstri grænna.
bb.is | 27.03.2007 | 11:44Trausti kominn í 10 laga úrslit í alþjóðlegri lagakeppni
Ég er mátulega bjartsýnn, segir önfirski lagahöfundurinn Trausti Bjarnason sem er kominn í 10 laga úrslit alþjóðlegrar lagakeppni, "hefði samt betur haft fyrrum félaga mína úr Grétari á Gröfunni með mér".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2007 | 13:19
Aldrei fór ég suður, farinn suður!
Reynt að húkka far suður í sæluna.
Svo bregðast krosstré sem önnur. Svo virðist sem hann hafi gefist upp á fásinninu og fábreyttu atvinnulífi og tekið næsta far í bæinn. Það er því ljóst að fátt eitt er eftir af skrautfjöðrum á Vestfjörðum að frátöldum salernisuppboðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 16:33
Rofar til í vestfirsku athafnalífi
Áhugasamur kaupandi mátar klósett.
Óhætt er að segja að farið sé að rofa til í Vestfirsku athafnalífi. Er ekki örgrannt um að hagvöxtur vestra blómstri sem aldrei fyrr. Ef rýnt er í sölutölur úr árlegu salernisuppboði í Hnífsdal í gær má sjá að klósettin hafi farið á allt að 15% hærra verði en í fyrra. Er þetta nokkuð umfram byggingavísitölu og langt umfram hækkun fasteignaverðs. Var ánægjulegt að sjá í fréttum að ólíkt höfumst við að Vestfirðingar og Austfirðingar. Meðan þeir skipa upp ógeðslegu súráli á Reyðarfirði stundum við heiðarleg salerniskaup í sátt við náttúruna og sinnum aðeins kalli hennar þegar þannig stendur á á Hnífsdælsku salerni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gorgeir og Lýgteinstæn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar