9.5.2007 | 11:01
Flugvöllur Ómars. Mikið umhverfislýti.
Mikil umsvif hjá Kárahnjúkaflugvelli Ómars.
Eitthvað hafa farið á milli mála umsvif Ómars á hálendinu. Hefur hann staðhæft að flugvélar hans séu með þeim sniðuga fídusi að för eftir þær sjáist ekki, einnig komi ekki för eftir bíla hans og þaðan af síður eftir skó hans. Nú hafa náðst myndir af lendingarsvæði hans og má ef grannt er skoðað sjá að umsvif á svæðinu eru snökktum meiri en talið hefur verið til þessa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 10:50
Paris til Íslands?
Paris örþreytt eftir að hafa lært mannganginn.
Hópurinn sem náði að frelsa Bobby Fisher á sínum tíma hefur tekið sér fyrir hendur nýtt verkefni. Þegar ljóst var að mannvinurinn Paris Hilton yrði sett á bak við lás og slá fyrir vestan hefur verið sett af stað mikil vinna í að frelsa hana og hefur Íslenskt ríkisfang verið afgreitt fyrir hana með hraði. Það eina sem ku vera í veginum er skortur hennar á almennri þekkingu á skáklistinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 09:49
Peningar brenna
Verðbólgan grimm í heilbrigðiskerfinu.
"Hálfur annar milljarður sem stjórnvöld ætluðu í búsetuúrræði fyrir geðsjúka er að mestu uppurinn segir Kristófer Þorleifsson, formaður Geðlæknafélags Íslands. Peningarnir sem lofað var fyrir þremur árum hafi brunnið upp í verðbólgu og farið í skýrslugerð."
Nú verður einhver að segja mér, hvernig peningar brenna upp í verðbólgu. Verður einn og hálfur milljarður alltí einu milljarður? Mér er spurn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 15:02
Villandi umræða
Á öllum aldri?
Fyrst var það, BUGL, svo Impregilo og flensan, næst RUV með ríkisborgarabullið og svo þetta. Maður hélt nú að menn myndu passa sig eftir alla þessa skandala fréttamanna síðustu daga. Birtist svo ekki á bb.is mynd af manni á besta aldri í Fossavatnsgöngunni og myndtextinn "Keppendur í Fossavatnsgöngunni voru á öllum aldri" og greinilega gefið í skyn að umræddur maður sé háaldraður og vart við að búast að hann endurtaki þetta sökum elli. Gorgeir og Lýgteinstæn mótmæla þessu harðlega í nafni vandaðrar blaðamennsku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2007 | 09:52
Sviptur ríkisborgararétti
Hvert skal halda?
Helgi Seljan var í morgunsárið sviptur ríkisborgararétti og gert að hypja sig af landi brott. Er þetta talinn lokahnykkurinn í aðgerðum leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins til að uppræta hina alræmdu Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Síðast var Robert Marshall gerður útlægur og gert að flytja til Vestmannaeyja. Er búist við að Helgi reyni að sækja um ríkisborgararétt í Guaetemala.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 08:20
Erfiðar aðstæður Frjálslyndra
Erfitt hjá Jóni.
Heimsókn frambjóðenda Frjálslyndra í Alþjóðahúsið í gær lauk með ósköpum. Jóni Magnússyni varð af einhverjum ástæðum mjög bumbult í miðri framboðsræðu. Þaut hann út og skildi eftir sig stóran ælupoll á miðju bílastæði fatlaðra. Aðspurður hafði hann fáar skýringar á takteinum, en taldi þetta þó styðja margt í innflytjendastefnu flokksins. Ætlar hann að eyða síðustu dögum kosningabaráttunnar á fjöllum, fjarri fjölmenningarsamfélaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 15:38
Stórafmæli meistara
Mikis Theodorakis
Mikis Theodorakis verður 82 ára 29.júlí á þessu ári ef hann meikar það þangað til. Fáir hafa haldið nafni hans betur á lofti en listamennirnir Gorgeir og Lygteinstæn. Frá heitum ströndum Portúgals til snjóbarinna hlíða Vestfjarða hafa þeir af djúpri tilfinningu túlkað angurvær lög hans á sinn einstaka hátt. Þjóðin kann þeim miklar þakkir fyrir og vonast til þess að fá að heyra perlurnar han Mikis sem oftast í þeirra flutningi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 10:44
Ferðamannasamtökin mótmæla
Dauðþreyttir á misnotkuninni.
Samtök ferðamanna hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna misnotkunar á þeim í kosningabaráttunni. Í yfirlýsingunni stendur: "Aftur og aftur erum við notaðir sem dæmi um auðsuppsprettu fyrir gráðuga Vestfirðinga. Mætti halda að við værum slíkir fábjánar að peningaveski okkar og krítarkort standi öllum opin til frjálsrar notkunar og til að styrkja byggð á þessum útnára. Við heitum því hér með að kaupa bensínið í Brú áður en haldið er á Vestfirði, kaupa matinn í Hyrnunni og nammið fyrir krakkana í Hreðavatnsskála og ekki voga ykkur að ota að okkur tilbúnum fornminjum eða Morranum." "Þar fyrir utan er enginn að segja að við ætlum til Vestfjarða yfir höfuð" klykkja þeir út með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 15:36
Gróðurhúsaáhrifin nær en okkur grunar.
Balinn notaður í framtíðinni.
Gorgeir varð fyrir miklum gróðurhúsaáhrifum er hann fór í sitt daglega bað í gær. Hækkaði það hratt í baðinu að ekki gat verið um annað en gróðurhúsaáhrif að ræða. Lá honum við drukknun á köflum, en bjargaðist fyrir slysni uppúr þegar síst skyldi. Hafa gróðurhúsaáhrifasérfræðingar einmitt varað sterklega við þessu, sérstaklega ef börn eða gamalmenni eiga í hlut. Ætlar Gorgeir að fara öruggu leiðina í framtíðinni og nota gamla góða balann þar sem gróðurhúsaáhrif eru mun minni í honum að sögn sérfræðinga. Váin er því þegar farin að banka upphá hjá okkur Íslendingum og nægir að nefna hátt hitastig á Austfjörðum nú þegar álverið í Reyðarfirði hefur verið ræst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2007 | 11:27
Hættið þessu bulli.
Hækkandi sjávarborð ógnar sögufrægum byggingum í Bergen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gorgeir og Lýgteinstæn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar